Matseld og bakstur

Ísterta - 3ja laga

Tekur svolítinn tíma að útbúa þessa, en er fullkomlega þess virði.
Ath. Hluti af leiðbeiningum eru í hráefnislýsingu.

Þessi uppskrift er fyrir 8 - 10.

Kryddjurtir

BasilíkaSumarið er tími ferskra kryddjurta og gaman að geta nota heimaræktað krydd í matseldina. Það er ekki ýkja flókið mál að rækta slíkar jurtir sjálfur, kostar að vísu smá natni og ummönnun, en sú vinna skilar sér margfalt til baka. 

Þurrkað krydd er gott, en ferkst er enn betra. Kryddjurtir eru hollar og margar þeirra taldar hafa lækningamátt, svo að þær gefa okkur ekki einungis gott bragð í matinn, heldur hollustu og heilbrigði að auki. Svo ilma þær alveg dásamlega.

Lífræn lyftiefni

Gera brauðin létt og lystug og aðferðin er ekki flókin ef farið er eftir grundavallaratriðum við gerbakstur.

Magn á mann í veislum

Margir leita til Leiðbeiningastöðvar heimilanna þegar mikið stendur til svo sem fermingar, skírnir, brúðkaup, stórafmæli og útskriftir. Algengasta spurningin er hversu mikið á að áætla af mat fyrir hvern. Þar kemur „Magn á mann“ skjalið góða sem er að finna á forsíðu www.leidbeiningastod.is.í góðar þarfir.

Hér höfum við tekið saman leiðbeiningar um magn í ýmiskonar veislum

Matarafgangar

Samkvæmt danskri könnun endar 1/3 hluti af því sem þarlendir versla af matvöru til heimilisins, í ruslatunnunni. Það má leiða getum að því að við séum ekki eftirbátar Dana í þessum efnum.

 Hér eru nokkrar tillögur:

 

Mygla í matvælum, henda eða nota?

Hversu oft lendum við ekki í því að kaupa poka af t.d. gulrótum og nokkrar gulrætur eru slímugar eða myglaðar. Við stöndum þá frammi fyrir því hvort við eigum að henda öllum pokanum eða sortera þær slæmu frá. Algengasta svarið er að henda öllum pokanum.

En svarið er ekki svo einfalt. Það skiptir nefnilega máli um hvaða mat er að ræða.  

Ólífræn lyftiefni

Lyftiefni eru í flestum uppskriftum sem við notum við bakstur. Til hvers eru þau ? Og úr hverju eru þau gerð?

Ólífræn lyftiefni

Lyftiefni eru í flestum uppskriftum sem við notum við bakstur. Til hvers eru þau ? Og úr hverju eru þau gerð? 

<<  1 [23  >>