Kjúklingaofnréttur

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 800 g kjúklingabitar
  • 3 msk olía
  • 1 msk kjúklingakrydd
  • 2 sætar kartöflur, fremur litlar eða ein stór
  • 250 g gulrætur
  • 1 hnúðkál
  • 1 rauðlaukur
  • 4 -5 tómatar
  • 1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir
  • smávegis salt

Directions

  1. Olíu og kryddi blandað saman og kjúklingabitunum velt upp úr blöndunni og raðað í eldfast mót.
    Grænmetið hreinsað og skorið í fremur smá bita og sett inn á milli kjúklingabitanna. Afganginum af kryddolíunni dreift yfir.
    Steikt í forhituðum ofni við 200° í ca 30 mínútur. Hrært í 2-3svar á meðan á steikingu stendur.
    Þá eru niðurskornum tómötum og baunum, sem vökvinn hefur verið sigtaður frá. Blandað saman við.
    Saltað aðeins ef vill, og steikt í 10-15 mínútur til viðbótar.
    Borið fram með salati, fetaosti í kryddolíu og góðu brauði.