Á Íslandi eru ekki neinar rannsóknir sem sýna hversu miklum mat er sóað sérstaklega í kringum jólin. Í Bretlandi var hins vegar gerð rannsókn af Unilever í tengslum við herferðina #ClearAPlate sem sýndi fram á að 4,2 milljón matarskömmtum hefði verið sóað í kringum jólahelgina árið 2014.
Leiðbeiningastöð heimilanna er umhugað um hagkvæmt heimilishald. Kvenfélagasamband Íslands sem á og rekur Leiðbeiningastöðina hefur sl. ár vakið athygli á matarsóun með öðrum samstarfsaðilum og er vefurinn www.matarsoun.is meðal annars afurð þess samstarfs
Hér eru nokkrar leiðir sem gott er að fylgja:
1. Skipuleggðu matseðilinn yfir jóladagana, ekki bara hátíðisdagana.
2. Hugsaðu hvernig þú gætir til dæmis nýtt afganginn af jóla- og/eða áramótasteikinni og gerðu innkaupalistann í samræmi við það.
3. Reiknaðu hversu mikið magn þú þarft af mat og meðlæti fyrir hvern og einn. Þú getur nýtt þér skjalið „magn á mann“ sem þú finnur á heimasíðu Leiðbeiningastöðvarinnar.
4. Það er óþarfi að versla heilan kalkún ef þú þarft i raun bara tvær kalkúnabringur.
5. Farðu vel yfir hvað þú átt til nú þegar í skápunum af til dæmis þurrvöru og kælivöru. Skrifaðu það niður. Hafðu fæturna á jörðinni og vertu viss um að þú sért ekki bæta við þar sem nóg er til. Það er alltof auðvelt að missa sig í innkaupum í jólaösinni.
6. Verslaðu aðeins það sem þú þarft og farðu frekar oftar út í búð ef eitthvað vantar. Nú eru verslanir opnar nánast alla daga og sumar allan sólarhringinn og því óþarfi að versla mikið magn í einu eins og var hér áður fyrr.
7. Farðu vel með það sem þú verslar. Með góðum eldunar- og geymsluaðferðum er líklegra að maturinn geymist lengur og betur. Ekki geyma afganga of lengi við herbergishita, gakktu frá þeim sem fyrst í kæli eða frysti. Pakkaðu afgöngum í góð geymsluílát, settu í frysti það sem þú ert nokkuð viss um að engin hafi lyst á fyrr en löngu eftir jól. Það er ekkert víst að heimilisfólkið hafi lyst á hangikjöti ofan á brauð á hverjum degi í tvær vikur.
Kalkúnn, kjúklingur og reykt kjöt er tilvalið í ýmsa pastarétti og auðvelt er að krydda til rjómasósuna þannig að hún henti vel sem sósa út á pastað. Margir setja reykta kjötið og sósuna í Tartalettur.
Notaðu grænmetisafganga og/eða kjöt í heitar súpur og/eða pottrétti
Kalt kjöt er tilvalið í ferskt salat.
Skelltu hvaða kjöti sem er og grænmeti í góða böku.
Um að gera að nýta hugmyndaflugið.
Gangi þér vel ,-)