Hversu lengi endist matur í frysti? Fáðu svör hér:
Með því að geyma matvæli í frystinum heldur maturinn næringarinnihaldi, bragði og útliti – að minnsta kosti í einhvern tíma.
Hins vegar getur matur ekki enst að eilífu í frystinum. Áferð, lykt og bragð breytist. Engin verður hins vegar veikur af því að borða mat sem hefur verið lengur í frystinum en ráðlagður tími gefur upp, því bakteríuvöxtur hættir við mínus 10 gráður á Celsíus. Gæði matvælanna rýrist einfaldlega.
Þú gætir þurft að endurpakka matnum áður en þú setur hann í frysti. Ekki er víst að upprunalegu umbúðirnar henti frosti.
Hér er listi yfir ráðlagt geymsluþol ýmissa matvæla í frysti.
Stundum þarf að endurpakka því sem fer í frystinn, notið viðurkenndar umbúðir sem merktar eru undir matvæli og sem þola frost. Athugið að nestispokar henta ekki fyrir frost, plastið í þeim er of þunnt. Notið poka sem eru sérstaklega merktir fyrir frost. Best er að lofttæma ílát og poka. Ekki setja í of stór ílát, loftið skemmir fyrr. Pakkið í minni skammta, ekki er víst að frystirinn geti fryst stór stykki nægilega hratt. Pakkið helst í skammtastærðir sem passa þinni fjölskyldu svo það sem þú tekur úr frystinum fari ekki forgörðum.
Afþíðing:
Frosinn matvæli ætti helst að afþíða í kæli. Bakteríur vaxa hægar í kæli en við stofuhita og fjölga sér hratt ef maturinn verður of heitur við afþíðingu.
Til dæmis, ef þú setur frysta matarafganga á eldhúsbekkinn til að þiðna, geta bakteríur vaxið yfir daginn vegna þess að yfirborðið hitnar þó að kjarninn sé enn frosinn.
Því er best að afþíða frosið kjöt, fisk og alifugla í kæli.
Heimild: dönsku neytendasamtökin.