Krydduð lambarif með kaldri sósu

1.0/5 rating 1 vote
Krydduð lambarif með kaldri sósu

Ingredients

  • Krydduð lambarif frá Kjarnafæði (hafa fengist hjá Nettó og Samkaup)
  • -----
  • Köld sósa
  • 2 dl majónes
  • 3 - 4 rif hvítlaukur
  • 3 - 4 msk fersk Basilika
  • 2 - 3 msk fersk steinselja
  • 1 dl rjóma (má vera meira eða nota sýrðan rjóma)
  • 1/2 tsk engiferduft
  • Salt og pipar eftir smekk

Directions

  1. Krydduð lambarif frá Kjarnafæði sem hafa fengist í Nettó og Samkaup.
    Lambarifin eru grilluð á miðlungs eða frekar lágum hita, svo fitan renni ekki of hratt af og allt fari að loga og brenna.
    Rifin eru grilluð í ca. 20 mín. Eða í 10 mínútur á hvorri hlið á lágum hita.
    Rifin eru síðan tekin af grillinu og sett í ofnskúffu og steikt í ofni á 150 - 160°C með blæstri í ca. 20-30 mín.

    Ef rifin eru elduð á þennan hátt þá verða þau ekki brennd, þau verða mjúk og fitan rennur töluvert af rifjunum.
    Svo má að sjálfsögðu steikja þau allan tíman í ofni eingöngu, þá eru þau látin malla í ca. 40 mínútur á 160°C á blæstri.

     

    Köld sósa

    Allt hráefnið er hrært vel saman

     

    Mjög gott er að bera rifin fram með sætum kartöflum, lauk og rótargrænmeti sem skorið er í litlafingurs-stóra bita, blandað saman við olíu, salt og pipar, koriander og steinselju, sett í eldfast mót og bakað í ofni við 180-200°C. Á blæstri, þar til það er mjúkt og hefur tekið smá lit.

    Verði ykkur að góðu ;-)

     

     

     

     

    Þessa uppskrift fengum við hjá Kristjáni Rafni Heiðarssyni, matreiðslumeistara og kennara.