Hægeldað Chilli með baunum og grænmeti

3.0/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

  • 500 gr nautahakk
  • ¾ bolli niðurskorin laukur
  • ¾ bolli niðurskorið sellerý
  • ¾ bolli niðurskorin græn paprika
  • 2 hvítlauksgeirar, maukaðir
  • 1 dós Tómat púrra (300 gr)
  • 1 dós (450 gr) rauðar nýrnabaunir með vökvanum
  • 1 dós (450 gr) rauðar nýrnabaunir, vökvinn sigtaður frá
  • 1 dós (450 gr) Cannelini baunir (hvítar nýrnabaunir)
  • ½ teskeið chilli duft
  • ½ teskeið þurrkuð steinselja
  • 1 teskeið salt
  • ¾ teskeið þurrkað basil
  • ¾ þurrkað Oregano
  • ¼ teskeið Svartur pipar
  • 1/8 teskeið sterk piparsósa

Directions

  1. Steikið nautahakkið á pönnu þar til brúnt. Sigtaðu fituna frá.

  2. Setjið hakkið í hægeldunarpottinn, blandið svo lauknum, Sellerý, grænni papriku, tómatpúrru, nýrnabaunum og Cannelini baunum saman við. Kryddið með kryddunum.

  3. Setjið lokið á og eldið í 8 klukkustundir á lægstu stillingu.

     Tilvalið að gera klárt í pottinn að kvöldi áður en farið er að sofa,(geyma i ísskáp yfir nóttina með plastfilmu yfir) skella svo hægeldunarpottinum í gang að morgni og láta malla fram að kvöldmat.

    Berið fram með hrísgrjónum, salati og góðu brauði eða bara eitt og sér. Ljúffengt eftir góðan dag.

     

    Sjá hér grein um matseld í hægeldunarpottum

     

     

     

     

     

     

     

    JJ/2017