Frosin marensbomba með kókosbollum og jarðaberjum

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
 • Complexity: medium
 • Origin: Bakstur
Frosin marensbomba með kókosbollum og jarðaberjum

Ingredients

 • 4 dl rjómi
 • 1 tsk vanilluextract
 • 1 msk flórsykur
 • 1 marensbotn (má kaupa tilbúinn)
 • 150 gr saxað suðusúkkulaði eða annað súkkulaði
 • 1 bakki jarðarber, smátt skorin
 • 3 kókosbollur
 • ----
 • Ofan á:
 • 50 gr súkkulaði
 • 1/2 dl rjómi
 • Jarðarber

Directions

 1. Aðferð:

  Þeytið rjómann ásamt vanillu og flórsykri. Skerið jarðaberin í litla bita, saxið 150 gr af súkkulaðinu smátt og brjótið marensinn í litla bita ásamt kókosbollunum. (geymið smá marens til að skreyta með). Hrærið þessu saman við þeytta rjómann.

  Klæðið stórt formkökuform eða hringlaga kökuform með plastfilmu. Frystið í 6-8 tíma eða yfir nótt.

  Takið úr frysti a.m.k. 1/2 klst áður en borið er fram. Hvolfið á disk og fjarlægið plastfilmuna.  

   Ofan á: Saxið restina af súkkulaðinu smátt og bræðið í rjómanum yfir vægum hita. Hellið yfir, skreytið með jarðarberjum og myljið marens yfir. Tertan er best þegar hún hefur fengið að standa við stofuhita í 1/2 - 1 klst.

   

   

   

  Þessi uppskrift birtist í matarþætti Húsfreyjunnar 2. tbl 2015

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is