Mölur - fatamölur - mölfluga

Það getur verið hvimleitt að fá inn til sín mölflugur, einhverra hluta vegna höfum við verið að fá þó nokkuð margar fyrirspurnir undanfarið varðandi hvernig megi losna við möl. Fatamölurinn er algengastur og fer í flíkur sérstaklega úr dýrahárum, ull, feld, silki. fiðri og leðri, hann getur farið í ullarmottur og teppi.

Losaðu þig við flíkurnar sem þú ert alveg viss um að mölur hefur komist í og hann er byrjaður að skemma. 

Besta leiðin til að þrífa mölinn og drepa lirfurnar sem eru mögulega í öðrum fatnaði er að setja hann í þurrhreinsun. Það er líka hægt að þvo ef þú getur á háum hita 60°C eða hærra . Vertu viss um að það megi þvo flíkina á svo háum hita (skoðaðu leiðbeiningar á flíkinni. ) Einnig má frysta flíkurnar,  hafa þær í frystinum í allavega 72 tíma.(sumstaðar er talað um eina til tvær vikur)  Pakkið í plastpoka og loka pokanum vel áðaur en hann er settur í frystinn.  Einnig má setja þær flíkur sem það þola á háan hita í þurrkaranum.

Hreinsaðu vel kommóðuna eða skápinn, það getur þú gert með því að þurrka úr henni með tusku og ryksuga hana vel. Henda svo ryksugupokanum. Ryksuga síðan reglulega í nokkurn tíma. Athuga að Mölur elskar dökk horn og sprungur.   

Mölur hatar líka ljós og hreyfingu, svo eitt af ráðunum til að halda honum í burtu er að opna reglulega skápa og skúffur.

En það gæti verið sniðugt að taka góða vor- eða haust threingerningu á heimilinu, ryksuga og þurrka  vel af sérstaklega í dimmum hornum.

Hér einu sinni voru notaðar mölkúlur, en þær eru baneitraðar líka fyrir fólk, sérstaklega börn og dýr.

Það er talað um að sedrusviður, Lavender og þurrkaðar kryddjurtir einsog Timjan, lárviðarlauf og negull virki til að halda mölnum í burtu frá skápum.

Hægt er að nota Flugna límrúllur til að veiða þær, í líminu er fermón sem laðar þær að. 

Ef þér líður mjög ílla með þetta og ert ekki viss um að hafa losnað við allan möl, er síðasta ráðið að hafa samband við meindýraeyði.

Svo er góð regla að geyma ekki skítugan fatnað í langan tíma í skápum og skúffum.   Mölurinn lifir á svita, þvagi, dauðum húðfrumum og mannshári og þessháttar. 

Ullarfatnað og fatnað úr dýrahárum sem ekki er mikið notaður ætti að geyma  í vel lokuðum og lofttæmdum umbúðum.

Alltaf að þvo flikur áður en þær eru settar í geymslu.  Það er góð regla að þvo alltaf notaðan fatnað og Vintage flíkur sem koma inn á heimilið áður en þær fara inn í skápa og skúffur. 

Gangi þér vel.

 

 

JJ/2019

  • Wednesday, 25 september 2019