Kjarnhitastig

 

 

 

Hakkað kjöt ætti alltaf að gegnsteikja

Leiðbeinandi ráð varðandi kjarnhitastig á kjöti:


Notið  kjöthitamæli til að fá steikina eins og best getur orðið. Þá er kjarnhiti mældur eftir tegund kjötsins.

Á hráum kjötstykkjum er örverur að finna á ysta lagi kjötsins en ekki inni í vöðvanum og örverurnar drepast þegar kjötið er steikt eða grillað við háan hita.
Ef um minni steikur er að ræða t.d lund er best að byrja á að „loka“ steikinni með því að brúna hana fyrst á pönnu og láta hana svo klárast í ofni.
Þá er kjöthitamælir alveg ómissandi.
Munið að láta steikina „jafna sig“ á fati í ca 10 mín. áður en hún er borin á borð og skorin.


Kjarnhiti í kjöti eftir tegundum, mældur þegar það er tekið úr ofninum:

Mikilvægt er að yfirborð steikarinnar nái ætíð 75° hita til að drepa niður bakteríur ef þær eru til staðar.

Nautakjöt - Lítið steikt =rare 52-55°  Wellington t.d er tekið út í 52° látið standa í 10 mín, hitinn hækkar þegar beðið er í um 55°
Nautakjöt - rautt (medium rare) = 55-60°
Nautakjöt - meðal steikt (medium) = 60-65°
Nautakjöt -  gegnsteikt (well done) = 65-68°

Hreindýrakjöt - rautt (rare) 55-60°
 
Hreindýrakjöt - meðal (medium) 60-65°
Hreindýrakjöt - gegnsteikt (Well done) = 65-68°

Kálfakjöt – rautt (rare) = 58-60°
Kálfakjöt – meðal (medium) = 60-65°
Kálfakjöt – gegnsteikt (well done) = 65-68° 

Lambakjöt Lítið steikt (rare) = 52-55°
Lambakjöt - meðal steikt (medium) = 70°
Lambakjöt - gegnsteikt (well done) = 75°
Hangikjöt - vel soðið = 68°-70°

Hamborgarhryggur = 68 - 75°


Svínakjöt - Mælt með að sé alltaf gegnsteikt með tilliti til Salmonellu (well done) = 75° 
Kalkúnabrjóst – gegnsteikt = 70° 
Kalkúnn heill - 68-70°

Kjúklingur alltaf gegnsteikja = 70°

Hakkað kjöt ætti alltaf að gegnsteikja

Inn á heimasíðu MAST má finna góðar upplýsingar um kjarnhitastig og tíma sem þarf til að tryggja að matvælin séu örugg.

Hitastig og tími við eldun:

https://www.mast.is/is/neytendur/medhondlun-matvaela/sous-vide#hitastig-og-timi-vid-eldun

  • Monday, 17 febrúar 2025