Það þarf að taka til í eldhússkápunum reglulega og henda því sem er fallið á tíma, þvo það sem hefur safnað fitu og ryki og losa sig við tæki og tól sem aldrei eru notuð.
Góð ráð í eldhúsinu
Það þarf að taka til í eldhússkápunum reglulega og henda því sem er fallið á tíma, þvo það sem hefur safnað fitu og ryki og losa sig við tæki og tól sem aldrei eru notuð. Stundum kaupum við eða fáum gefins tæki sem eiga að einfalda eldhússtörfin en eru aldrei notuð því það er erfitt og seinlegt að þrífa þau. Það er alger óþarfi að eyða skápaplássi í þessa hluti. Komum þeim á betri stað þar sem þeir nýtast einhverjum.
Geymum einungis þau áhöld og tæki á borðinu sem notuð eru daglega.
Geymum borðbúnað og áhöld nálægt þar sem það er notað. Skurðarbretti hnífa og flysjara nálægt ruslafötunni. Glös nálægt ísskápnum o.s.frv.
Hlutir sem eru notaðir einu sinni á ári t.d. í jólabakstri ættu að vera geymdir í geymslu. Muna að merkja innihald.
Setjum plastfilmu á efri skápana ef þeir ná ekki upp í loft, þá þarf ekki að skrúbba fituna af heldur er einfaldlega skipt um plastfilmu öðru hvoru.
Nokkrar hugmyndir um betri nýtingu á geymsluplássi:
Reglubundin tiltekt og þrif á heimilinu eykur ánægju og vellíðan íbúanna.