Vatnsdeigsbollur III

1.3/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • 4 dl vatn
  • 120 smjörlíki
  • 5 egg
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk flórsykur
  • 1/8 tsk salt
  • 1/2 tsk lyftiduft

Directions

  1. Smjörlíki og vatn er soðið saman í potti. Hveiti, salti, flórsykri og lyftidufti er sáldrað út í og hrært vel með þeytara þangað til deigið verður gljáandi og sleppir bæði þeytara og potti. Látið aðeins kólna.
    Deigið sett í hrærivélaskál. Eggjunum slegið saman og hrært smátt og smátt saman við. Nú á deigið að vera þétt og samfellt.
    Sett á bökunarplötu með bökunarpappír með tveimur skeiðum eða sprautað í toppa með rjómasprautu. Ofninn stilltur á 200° og bollurnar látnar í heitan ofn.
    Ekki má opna ofninn á meðan á bakstri stendur stendur.
    Bakað í ca 35 mínútur.

    Bollurnar eiga að vera fallega ljósbrúnar, léttar og frekar stökkar að utan.
    Ágætt að prófa að taka eina bollu og gá hvort hún er bökuð í gegn, ef svo er ekki má láta þær bakast ca 5 mín. til viðbótar.
    Ath. Ekki opna ofninn fyrstu 20 mínúturnar, þá falla bollurnar.