Vatnsdeigsbollur II

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 2 dl vatn
 • 100 g smjör eða smjörlíki
 • 100 g hveiti
 • 3-4 egg e. stærð

Directions

 1. Vatn og feiti soðið saman í potti. Hveitinu sett út í í einu lagi og hrært kröfuglega í. Deigið á að sleppa bæði potti og þeytara.

  Látið kólna.

  Sett í hrærivélaskál og eggin þeytt saman og bætt út í smátt og smátt og á meðan er hrært vel.

  Deigið á að verða þétt og fast.

  Sett á plötu með tveimur matskeiðum og haft gott bil á milli.

  Bakaðar við 200° hita í 35- 40 mínútur. Ekki má opna ofninn fyrstu 25 mín. 

  Bollurnar má frysta án fyllingar.