Tortillakökur/vefjur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 5 dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt
 • 2 msk smjör eða smjörlíki
 • 2 dl vatn

Directions

 1. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í stóra skál. Bætið við vatni og mjúku smjörinu. Vinnið saman þar til verður deig og hnoðið í 5 mínútur. Gerið langa rúllu og skiptið henni síðan í 12 hluta. Fletjið hvern hlut út í pappírsþunna köku á hveitistráðu borði. Bakið hverja köku á pönnu án olíu á meðalhita í tvær mínútur hverja hlið. Látið kólna undir diskaþurrku svo þær verði ekki harðar.

 2. Fyllið með hverju því sem hugurinn girnist.

   

   

   

  Þessi uppskrift er fengin hjá: Finlands svenska Marthaförbund

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is