Svínalundir með sveskjum

3.0/5 rating 1 vote

Ingredients

 • 800 g svínalunir
 • ca 4 msk rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
 • ca 16 sveskjur (mjúkar og steinlausar)
 • salt og pipar
 • olía til að steikja úr
 • 2 dl svínakjötskraftur úr teningi
 • 1 dl rjómi
 • ögn af sósulit

Directions

 1. Lundunum er skipt í 4 bita. Skorin er vasi í þá og er rjómaosti smurt þar í og sveskjurnar lagðar yfir. Lokað með tannstönglum og brúnaðir í góðri olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum og saltað og piprað.
  (Má brjóta af stönglunum ef þeir eru fyrir). 
  Þá er hitinn lækkaður og kjötsoði hellt á pönnuna. Látið sjóða undir loki í ca 15 mín.  fer eftir þykkt bitana.
  Að síðustu er rjómanum hrært út í ásamt sósulit. Má þykkja ef vill.
  Gott meðlæti eru sætar kartöflur, soðnar og stappaðar með smjöri og ögn af salti. Ferskt salat á líka vel við.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is