Svínakótelettur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 4 svínakótelettur, stórar
 • salt
 • pipar
 • olía til steikingar
 • Lögur
 • 8 msk kjúklingasoð af teningi
 • 2 msk sojasósa
 • 4 msk sherrý
 • 1 laukur, smá saxaður
 • 1 cm engiferrót, smátt söxuð eða 1/2 tsk engiferduft
 • 1 msk hrásykur

Directions

 1. Kóteletturnar eru steiktar á báðum hliðum við rúmlega meðal hita og kryddaðar létt með pipar og ögn af salti.
  Það sem fara á í lögin er blandað vel saman.
  Þegar kóteletturnar hafa brúnast vel er leginum hellt yfir og látið malla í ca 15 mínútur. Þá er hitinn hækkaður og látið brúnast vel eða þangað til lögurinn verður seigur og þykkur, tekur ca 10 mínútur. Snúa þarf kótelettunum við nokkrum sinnum á meðan.

  Meðlæti:
  Soðin hrísgrjón, niðursoðinn ananas og blaðsalat.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is