Sveskjubrauð

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1 bréf þurrger eða 50 g pressuger
 • 5 dl volgt vatn
 • 2 msk maltextra eða hunang
 • 200 g sveskjur, steinlausar
 • 2 græn epli, stór
 • 1/2 tsk salt
 • 100 g sólblómafræ
 • 300 g heilhveiti eða speltmjöl
 • 450 g hveiti

Directions

 1. Gerið leyst upp í volgu vatninu. Sveskjur og epli skorin í litla bita, sett út í vatnið ásamt maltextra eða hunangi, salti og sólblómafræum. 

 2. Mjölinu blandað saman við og hnoðað þangað til deigið er þétt og meðfærilegt.

 3. Mótað í stóra kúlu og sett á bökunarplötu.

 4. Látið hefast í 30 mín. og bakað við 200° hita í ca 50 mín.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is