Svamptertubotnar I

5.0/5 hattar (4 atkvæði)

Ingredients

  • 3 egg
  • 125 g strásykur
  • 50 g hveiti
  • 50 g kartöflumjöl
  • 1 tsk lyftiduft

Directions

  1. Egg og sykur eru þeytt þangað hræran verður ljósgul og létt í sér. Tekur dágóðan tíma.

  2. Þurrefnum blandað sigtuð út í eggjamassann og hrært varlega með léttum handtökum. Best að nota sleif eða sleikju við verkið.
    Sett í 3 vel smurð tertuform og bakað við 200° í ca 8 mín.

  3. Botnana má gera dökka með ½ dl af góðu kakói, eins má setja 1 tsk vanillusykri eða rifið hýði af ½ sítrónu saman við. 

  4. Á milli botna er hægt að setja vanillukrem, eggjabúðing (frómas), ýmiskonar ávexti, annað hvort niðursoðna eða ferska.