Súkkulaðibitakökur frá Dallas

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1 bolli smjör við stofuhita
 • 1 bolli sykur
 • 1 bolli púðursykur
 • 2 egg
 • 1 tsk vanillusykur
 • 2 bollar hveiti
 • 2 1/2 bolli haframjöl
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk matarsódi
 • 3/4 bolli muldar hesilhnetur
 • 150 gr súkkulaði (t.d. 70%)

Directions

 1. Sykur, púðursykur og smjör þeytt vel saman. Eggjum bætt saman við og síðan vanillusykri. Haframjöli, hveiti,salti, lyftidufti og matarsóda bætt við og hrært lítillega. Að lokur er brytjuðu súkkulaði og muldum hesilhnetum bætt út í blönduna. Kúlur mótaðar eða sett með tsk á plötuna. Athugið að hafa gott bil á milli. Bakað við 190°C í 10 mínútur.

  Athugið að í upprunalegu uppskriftinni þá er hluti af haframjölinu malaður fínt t.d. í blandara við það verða kökurnar þéttari í sér.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is