Stóra Sara og litla Sara

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
Stóra Sara og litla Sara

Ingredients

  • Botn:
  • 260 g möndlur (eða möndlur og heslihnetur til helminga)
  • 230 g flórsykur
  • 4 eggjahvítur
  • ----
  • Krem:
  • 120 g sykur
  • 1 dl vatn
  • 4 eggjarauður
  • 2 msk kakó (má vera meira)
  • 260 g mjúkt smjör
  • 150 g suðusúkkulaði til að hjúpa með

Directions

  1. Verklýsing fyrir botn:

    Malið möndlur og hnetur mjög smátt í matvinnsluvél og blandið saman við flórsykurinn. Stífþeytið eggjahvítur og blandið möndlusykurblöndunni varlega saman við með sleikju.  Ef bakaðar eru litlar Sörur er deigið sett með teskeið á plötu. Ef bökuð er stóra Sara er deigið sett í lausbotna bökunarform.  Ath. að nota bökunarpappír undir.

    Bakið við 180°C í 10- 15 mínútur. 

  2. Krem: 

    Sjóðið saman sykur og vatn þar til lögurinn fer að þykkna. Kælið. Þeytið eggjarauðurnar. Látið sykurlöginn renna sman við í mjótti bunu og þeytið í á meðan. Blandið smjöri og kaói saman við. Smyrjið kreminu á botnana og kælið. Hjúpið með súkkulaði. 

    Sörur er best að geyma í frysti.

     

     

     

    Þessi uppskrift birtist í jólablaði Húsfreyjunnar 2012