Sörur

3.7/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

 • Botnar
 • 5 eggjahvítur
 • 6 dl flórsykur
 • 400 g möndluflögur
 • Smjörkrem
 • 1 1/2 dl vatn
 • 1 1/2 dl sykur
 • 5 eggjarauður
 • 300 g smjör
 • 2 msk gott kakó
 • 2 msk instant kaffi
 • Hjúpur
 • 250 g suðusúkkulaði, gjarnan venjulegt og 56% eða 70% til helminga
 • örl. matarolía ef vill

Directions

 1. Eggjahvítur stífþeyttar og sykri og möndluflögum, sem aðeins eru muldar, hrært saman við.
  Deigið sett með teskeið á ofnplötu, klædda bökunarpappír og kökurnar bakaðar við 180° hita í ca 10 mínútur.

  Smjörkrem
  Vatn og sykur soðið saman í potti í ca. 10 mínútur.
  Eggjarauðunar þeyttar vel og sykurleginum hrært varlega saman við. Kælt.
  Smjöri, kakó og kaffidufti hrært út í og þeytt vel saman þangað til krem myndast. Eggjahrærunni blandað út í í smáskömmtum og  hrært vel. 
  Kreminu er síðan smurt neðan á kökurnar, þeim raðað á plötu eða diska sem þola frost og fryst. 

  Súkkulaðið er brætt við vægan hita í vatnsbaði, nokkrum dropum af olíu bætt út í ef vill.
  Gætið vel að hitanum. Best er að skilja eftir nokkra mola af súkkulaðinu, saxa þá niður, taka pottinn af þegar súkkulaðið er um það bil bráðnað og bæta söxuðum súkkulaðinu saman við. Þannig verður blandan mátulega heit.
  Eins þarf að passa vel upp á að gufa fari ekki í súkkulaðið.  

  Sörurnar eru svo hjúpaðar frosnar og ágætt er að raða þeim í box og geyma þær þannig í frysti og taka út eftir þörfum. Það tekur þær stutta stund að þiðna.