Skonsur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 350 g hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 75 g sykur
  • 50 g smjör, mjúkt
  • 50 g döðlur
  • 1 epli, lítið
  • 1 1/2 dl léttmjólk
  • 1 msk hrásykur

Directions

  1. Þurrefnum blandað vel saman og út í það er hnoðað smjörinu. Ávextirnir brytjaðir smátt og þeim blandað saman við deigið og vætt í með mjólkinni. Hnoðað saman en samt ekki of lengi ef þetta er gert í hrærivél.
    Deigið sett á hveitistráða borðplötu og flatt út með kökukefli í ca 1 1/2-2 sm þykka köku.
    12 skonsur stungnar út með t.d. glasi, settar á bökunarplötu gjarnan með bökunarpappír og penslaðar með mjólk.
    Að síðustu er stráð yfir þær hrásykri og skonsurnar bakað við 210° heita í 12-15 mínútur eða þangað til þær hafa lyft sé vel og fengið fallegan lit.

    Góðar með smjöri og marmelaði eða osti.