Sítrónukjúklingur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1 kjúklingur í heilu, ca 1200 g
 • Lögur
 • 1 sítróna, safi og börkur
 • 1 msk olía
 • 1 msk steinselja
 • 1 tsk timjan
 • 1 tsk kóriander
 • 1 tsk salt
 • svartur pipar

Directions

 1. Það sem fer í lögin er hrært saman og sett í plastpoka ásamt kjúklingnum.
  Hrist vel saman og sett í kæliskáp. Látið standa þar í 1/2 til 1 sólarhring og pokanum snúið nokkrum sinnum á meðan.
  Kjúklingurinn settur í pottofn eða steikingarpoka og steiktur í 60-70 mínútur við 200° hita.
  Soðið tekið frá og notað sem sósa.

  Meðlæti
  Soðnar eða steiktar kartöflur ásamt soðinu. Grænmeti að eigin vali.
  Eins er gott að bera fram soðin hrísgrjón og nota soðið út á þau.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is