Saltkjöt og baunir

3.7/5 hattar (47 atkvæði)

Ingredients

 • 2 kg saltkjöt (ekki verra að hafa feita með bita með)
 • 2,5 l vatn
 • 300 g - 500 g (1 pk) gular baunir (allt eftir því hve súpan á að verða þykk)
 • 750 g gulrófur
 • 1 laukur
 • 300 g gulrætur
 • 2-3 sneiðar beikon ef vill
 • 1-2 súputeningar eða súpukraftur
 • Grænmeti og krydd sem á vel við ef fólki langar að breyta til og að sjálfsögðu fer eftir smekk hvaða tegundir af grænmeti við notum og sama má segja um magnið.
 • 1-2 sellerístilkar í bitum
 • 1/2 blaðlaukur skorin í sneiðar
 • spergilkál
 • hvítkál
 • sætar kartöflur
 • þurrkað tímjan, hvítur pipar eða steinselja.

Directions

 1. Það er ekki nauðsynlegt að leggja baunirnar í bleyti, en ef tíminn er naumur flýtir fyrir að gera það.
  Þá eru þær lagðar í bleyti í kalt vatn í ca 12-20 klst. og geymdar þannig við stofuhita.
  Baununum hellt í gegnum sigti og skolaðar, settar í pott með vatninu ásamt kjötkrafti, hleypt upp suðu og froða fleytt ofan af. Soðið í ca. 30 mínútur.

 2. Ef baunirnarnar eru ekki lagðar í bleyti eru þær skolaðar og settar yfir í kalt vatn og látnar sjóða í 1 klst áður en kjötið fer í pottinn. Froðunni fleytt ofan af eftir 15-20 mín. suðu.
  Þegar bauninrnar byrja að mýkjast eru 2 – 3 bitar af kjöti settir út í en hinir soðnir sér til þess að súpan verði ekki of sölt. 

 3. Ath að skola kjötið úr köldu vatni áður en það fer í pottinn. 
  (Nota má soðið af kjötinu til að þynna súpuna í lokin ef hún verður of þykk). 
  Látið sjóða í 30 mín. Smátt brytjuðum lauk ásamt, rófum og gulrótum í bitum (og/eða beikoni ef það er notað) bætt út í.
  Hrært af og til í og soðið í ca. 30 mín. til viðbótar, eða þangað til baunirnar eru orðnar vel mjúkar. Færið síðan kjöt og grænmeti á fat og látið baunirnar malla nokkrar mínútur án loks. Við það þykkna þær og verða enn mýkri.
   


 4. Athugið
  Upplagt er að elda ríflegan skammt af saltkjöti og baunum, því rétturinn er ekki síðri upphitaður. En gæta skal sérstaklega að því að kæla afganginn fljótt og vel.
  Við upphitun þarf að bæta í vatni (eða soði), hræra vel saman og hafa hægan hita í byrjun svo súpan brenni ekki við, en nauðsynlegt er að ná upp suðu og halda henni um stund.
  Köld baunasúpa smakkast vel með góðu brauði og smjöri. 

  Meðlæti
  Soðnar kartöflur.