Saltfiskréttur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 1 kg útvatnaður góður saltfiskur
  • 2 dl olífuolía
  • ca 4 hvítlauksrif
  • 3-4 tómatar
  • 1 græn paprika
  • 1 gul paprika
  • 1/2 krukka svartar olívur
  • 1-2 msk fersk basilika
  • 1-2 msk kapers (úr krukku)
  • svartur pipar
  • 600 g soðnað kaldar kartöflur

Directions

  1. Saltfiskurinn soðinn og kældur.
    Þá er hann rifinn í flygsur og maríneraður í olífuolíunni ásamt hvítlauknum sem skorin er í litlar flísar.
    Geymt í kæli í ca 2 klst. Ágætt að hræra lauslega í einu sinni eða tvisvar á meðan.
    Tómatar og paprika brytjuð og settar út á saltfiskinn, ásamt kapers og olífum.
    Síðast er smátt saxaðri basiliku stráð yfir.

    Borið fram með köldum kartöflunum og snittubrauði og grænu pestói.