Sænskt jólabrauð (Vörtbröd)

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 50 g smjör
  • 5 dl maltöl eða léttöl
  • 1 dl sýróp
  • 50 g ger eða 1 bréf þurrger
  • ½ msk salt
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk kardimommuduft
  • ½ tsk negulduft
  • ½ tsk engifer
  • 1 dl rúsínur
  • ½ dl hakkaðar heslihnetur, ef vill
  • 600 g sigtimjöl (Sigtimjöl er blanda af hveiti og rúmjöli= annað hvort einn á móti einum eða 3/4 hveiti á móti 1/4 af rúgmjöli.)
  • ca 250 gr hveiti eða það magn sem þarf til að deigið verði mátulegt að vinna með

Directions

  1. Smjörið er brætt í potti og öli og sýrópi bætt í og vökvinn hafður 37° heitur.

    Gerinu bætt út í og látið standa þangað til fer að freyða aðeins. 

    Hellt í hrærivélaskál og kryddi, rúsínum, salti og sigtimjöli bætt út í hrært vel saman. 

    Hveitinu sáldrað í smám saman þangað til deigið er orðið næstum því nógu þykkt til að hnoða það. 

    Sett á borð og hnoðað vel saman. Sett í skál og plastfilma breidd yfir og látið hefa sig í ca 50 mínútur.

    Deigið slegið aftur niður og og formað í 2 brauð og sett á bökunarplötu með bökunarpappír. 

    Má líka setja í tvö ílöng kökuform.

    Látið hefast í ca 30 mínútur.  

    Penslað með köldu kaffi ef vill. 

    Bakað við 200° hita í 35 mínútur eða þangað til heyrist holhljóð í brauðunum þegar bankað er í þau. 

    Kæld á bökunarrist

    Borin fram með hrærðum rjómaosti eða smjöri og hunangi.

    Má frysta. 

     

    Ath. Brauðið verður mýkra ef deigið er haft frekar blautt.