Súpa með sætum kartöflum og sellerírót

5.0/5 rating 1 vote
  • Ready in: 30 mín.
  • Complexity: easy
  • Origin: Súpur

Ingredients

  • 1 heil sellerí rót, skræld og skorin í teninga.
  • 1 sæt kartafla vel stór, skræld og skorin í teninga.
  • 1 blaðlaukur (eða venjulegur laukur), fínt skorin.
  • 1 kúrbítur, skrælt og skorið í litla bita
  • 1 matskeið olífu olía
  • 3 bollar (750 ml) kjúklinga eða grænmetissoð.
  • 1 búnt af ferskum Koriander, fínt saxað

Directions

  1. Steikið grænmetið léttilega í olíunni í eina mínútu í stórum pott.

  2. Bætið við vatninu/soðinu og náið upp suðu.

  3. Lækkið hitann og leyfið súpunni að malla með lokinu á, í um 20 mínútur.

  4. Kryddið eftir smekk og látið kólna áður en þið maukið súpuna í matvinnsluvél eða með töfrasprota.

  5. Berið súpuna fram heita, og skreytið með fersku Koriander.