Rúgbrauðsterta

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 4 egg
 • 200 g sykur
 • 125 g rifið seytt rúgbrauð
 • 60 g hveiti
 • 1 msk kartöflumjöl
 • 1 ½ tsk lyftiduft
 • Fylling
 • 1 banani
 • 3 epli
 • 50 g rifið suðusúkkulaði
 • safi úr ½ sítrónu
 • 2 ½ dl rjómi, þeyttur.

Directions

 1. Egg og sykur þeytt þangað til  er ljóst og létt. Þurrefnum blandað varlega saman við. Sett í tvö lausbotna form og bakað við 200° í 20-25 mínútur.

  Fylling
  Banani stappaður og eplin rifin og blandað saman ásamt sítrónusafa. Rjóminn þeyttur og ávaxtablöndunni hrært sman við. Botnarnir lagðir saman með fyllingunni og smávegis af henni sett ofan á kökuna. Geymd í kæliskáp í smástund áður en hún borin er fram.