Rjómaterta með karamellu

5.0/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

  • 4 egg
  • 100 g strásykur
  • 100 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • Möndlukaramella
  • 3 dl rjómi
  • 125 g strásykur
  • 100 g möndlur, afhýddar
  • Ennfremur
  • 4 dl rjómi
  • 1 dl safi úr appelsínu
  • 1 dl aprikósumauk
  • litlar marengskökur ef vill

Directions

  1. Botnar
    Egg og ykur þeytt vel þangað til blandan verður hljós og létt. Hveiti og lyftidufti blandað saman og hrært saman ivð.
    Bakað í vel smurðu smelluformi í 30 mínútur við 175° hita.
    Botninn látinn kólna alveg áður en hann er tekin úr forminu. Þá er honum skipt í tvo botna.

    Möndlukaramella
    Rjóminn hitaður að suðu í potti. Sykurinn bræddur á pönnu þangað til hann tekur brúnan lit. Þá er sjóðheitum rjómanum hrært saman við og látin malla við vægan hita þangað til blandan þykknar. Má samt ekki verða of þykk.
    Möndlurnar saxaðar gróft og settar út í.
    Sett í skál og látið kólna.

    Karamellurjómi
    1/3 af möndlukaramellunni er tekin frá en afganginum hrært saman við rjómann sem er stífþeyttur.

    Botnarnir eru bleyttir með appelsínusafanum og apríkósumauki smurt ofan á annan þeirra.
    Því næst eru botnarnir lagðir saman með hluta af karamellurjómanum á milli og afgangur settur ofan á og tertuhliðarnar.
    Skreytt með því sem skilið var eftir af möndlukaramellunni sem látin er leka yfir tertuna.
    Hliðarnar má skreyta með litlum marengskökum ef vill.

    Ráð
    Ef möndlukaramellan verður of þykk má hræra smávegis af rjóma í viðbót saman við.
    Hægt að útbúa tertuna daginn áður en bera á fram. Karamellan sett yfir hana samdægurs.
    Þolir ekki frost.