Pítubrauð

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 50 g ger
 • 1 tsk sykur
 • 3 dl volgt vatn
 • 500 g hveiti eða blanda af hveiti og grófara mjöli
 • 1 tsk salt
 • 1/2 dl olífuolía

Directions

 1. Geri, sykri og vatni blandað saman í skál. Látið standa í ca 10 mínútur.
  Þá er þurrefnum blandað saman og vökva og olíu bætt út í og hnoðað vel.
  Látið hefast í ca 2 klst.
  Deigið slegið niður og skipt í parta eftir því hvað við viljum hafa brauðin stór og mörg.
  Látin á forhitaða, smurða bökunarplötu og strax í heitan ofn (200°). Bökuð í 6-8 mínútur.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is