Pikkles

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 1 blómkálshöfuð
  • 3 stórar gulrætur
  • 3 rauðbeður, afhýddar
  • 1 stór laukur
  • (í allt á þetta að vera 1,4 kg grænmeti og má skipta út tegundum eftir smekk)
  • Lögur
  • 2 dl salt
  • 1,7 dl vatn
  • Lögur II
  • 1 ½ l borðedik
  • 3 ½ dl hrásykur
  • 1 ½ dl hveiti
  • 2 tsk gúrkumaja
  • 2 tsk paprikuduft
  • 2 tsk karrý
  • 4 tsk sinnepsduft
  • 2 dl vatn
  • 10 piparkorn
  • 2 negulnaglar
  • 1 msk betamon
  • (hér má skipta út kryddi eftir smekk)

Directions

  1.  

    Aðferð - grænmeti
    Blómkálið rifið í mátulega stærðir og stilkurinn skorin í hæfilega bita.
    Laukurinn saxaður. Gulrætur og rauðbeður skornar í ferninga, eða það grænmeti sem nota á

    Lögur I
    Saltið leyst upp í sjóðandi vatni og grænmetið sett í lögin og látið standa í kæli yfir nótt.
    Sigtað og leginum fleygt.

    Lögur II
    Edikið er hitað að suðu og grænmetið sett út í pottinn. Soðið þannig í ca 3 mínútur, eða þangað til grænmetið er mátulega soðið, en samt stökkt.

    Grænmetið tekið upp úr með gataspaða og lagt til hliðar. Sykrinum bætt út í sjóðheitt edikið. Piparkornum og negulnöglum pakkað í grisju og band sett í.
    Kryddi og hveit blandað vel saman hrært með vatninu, á að verða eins og þykkur grautur. Hrært út i ediks- og sykurlögin og þeytt vel saman. Kryddpokinn settur í og soðið í ca 10 mínútur. Hræra í þannig að engir kekkir myndist.
    Grænmetið sett út í lögin og suðan látin koma upp.
    Betamoni bætt í, hrært lauslega saman.
    Sett í krukkur og lokað vel
    Geymist á dimmum og köldum stað.
    Smakkast best eftir að hafa legið í 1 mánuð eða svo.

    Muna að lofta vel út, edikslyktin getur verið þrálát...