Peruterta

4.3/5 hattar (4 atkvæði)

Ingredients

 • 2 svamptertubotnar
 • Krem
 • 3 eggjarauður
 • 4 msk flórsykur
 • 100 g suðusúkkulaði
 • 2 1/2 dl rjómi
 • 1 stór dós niðursoðnar perur

Directions

 1. Eggjarauður og flórsykur þeytt vel saman.
  Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði, kælt aðeins og bætt varlega út í. Að lokum er stífþeyttum rjómanum hrært saman við.

 2. Vökvanum af perunum er dreypt yfir botnana og peruhelmingunum raðað á annan botninn. U.þ.b. helmingur af kreminu er smurður yfir perurnar og hinn botninn lagður ofan á. Skreytt með afgangi af kremi og þeyttum rjóma ef vill.

  (Einnig má skera perurnar í ræmur og setja kremið beint á botnana og raða perubitum ofan á og skreyta með þeyttum rjóma. Þannig fást 2 einfaldar tertur).