Bökunarpappír er settur á bökunarplötu og búið til form með því að bretta upp á kantana: stærð ca 25x30 cm.
Eggjahvíturnar eru stífþeyttar og þessu næst er sykur og vanillusykur settur út í og allt stífþeytt upp á nýtt.
Deigið breitt út á pappírinn og möndluflögum eða kókosmjöli stráð yfir.
Bakað í 125° heitum ofni í ca 30 mínútur.
Kökunni er síðan hvolft varlega á sykurstráðan bökunarpappír og pappírinn sem kakan var bökuð á er tekin mjúklega ofan af.
Ananaskurlinu hellt í sigti og safinn látinn síga vel af.
Rjóminn þeyttur.
Ananaskurlinu dreift yfir botninn og því næst rjómanum.
Þá er að rúlla kökunni upp eftir endilöngu með því að nota pappírinn. Kostar kannski smáæfingu en er í raun ekki flókið. Sett á disk og samskeytin látin snúa niður.
Má bera fram strax eða geyma í kæliskáp í 1-2 klst.