Ofnbakaður lax

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 4 jafnstór laxastykki (6-700 gr laxaflak)
  • salt, gróft t.d. Maldon
  • svartur pipar
  • sítrónusafi
  • smávegis olía eða smjör
  • Bauna- tómatakássa
  • 4oo gr tómatar
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 dl grænmetissoð af teningi
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 poki lítil spínatblöð („babyspínat“)
  • 1-2 msk fínt saxað dill, ferskt
  • salt
  • pipar

Directions

  1. Laxastykkin eru sett á bökunarpappír á bökunarplötu. Salti stráð á þau og því næst grófmöluðum pipar.
    Þá er sítrónusafi kreistur jafn yfir ásamt ögn af olíu eða smá smjörklípu.
    Bakað í 200° heitum ofni í 10-12 mínútur.

    Bauna- og tómaakássa
    Tómatarnir skornir í báta og settir í pott ásamt mörðum hvítlauk og grænmetissoði. Suðan látin koma upp og látið malla þangað til hýðið losnar af tómötunum.
    Spínatblöðum og kjúklingabaunum, sem hellt hefur verið í sigti og skolaðar með köldu vatni, bætt út í.
    Soðið í 5-6 mínútur og kryddað í lokin með dilli, salti og pipar.

    Gott að vita
    Nota má aðra tegund af baunum í þessa kássu, t.d. nýrna- eða augnbaunir.
    Til að losna við dósabragð af niðursoðnu grænmeti er ráð að hella því í sigti og skola með köldu vatni.
    Gott bauð á vel við með þessum rétti.