Laxinn hakkaður og því næst er blandað út í hakkið helmingnum af fínt söxuðum lauknum, ásamt dilli, salti, sítrónuberki, brauðraspi, sítrónusafa og pipar. Hrært vel.
Mótaðar bollur eða krebinettur og þeim velt upp úr góðum brauðraspi og steiktar í meðalheitri olíu í 2-3 mínútur á hvorri hlið.
Bornar fram með sítrónubátum, ferskum dillgreinum, helmingnum af vorlauknum, smjöri og kartöflum.