Bökuskelin
Smjörið skorið í flögur og þurrefni hnoðuð í. Síðast er sýrða rjómanum hnoðað saman við. Þetta má vera lauslega hnoðað saman. Deiginu er þrýst í botninn á eldföstu formi og upp með börmunum.
Bakað í 10 mín við 180° hita.
Fylling
Smjörið brætt og bakaður upp jafningur með hveiti, aspargussoði og rjóma. Kryddað.
Laxinum blandað í í litlum bitum út í jafninginn. Sett ofan á bökuskelina. Aspargusinn er lagður fallega ofan á og að síðustu er ostinum stráð yfir.
Bakað í ofni í 10-15 mín. Þangað til osturinn er orðinn gullinn á litinn. Hiti 180-200°