Lambaskankar

5.0/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • 4 -5 lambaskankar (leggir) e. stærð
  • svartur pipar
  • salt olía og smjör til að steikja úr
  • 6 dl vatn
  • 1 grænmetisteningur
  • 2 laukar
  • 2-3 hvítlauksgeirar, ef vill
  • 100 g gulrætur
  • 50 g rófur
  • 100 gr sellerírót eða hnúðkál
  • 50 gr sellerístönglar
  • 1 lítil dós tómatamauk (puré)
  • 1-2 msk tómatsósa
  • 1-2 tsk timjan
  • rauðvínsedik, ef vill

Directions

  1. Feitin er hituð á pönnu og lambaskankarnir brúnaðir jafnt á öllum hliðum. Kryddað með pipar og salti.
    Laukur og hvítlaukur skorinn í sneiðar og honum ásamt lambaskönkum raðað lagskipt í ofnpott með loki.
    Súputeningurinn leystur upp í vatninu og hellt yfir.
    Potturinn settur í 170° heitan ofn og þetta látið malla í tæplega 2 klst.
    Grænmetið sneitt niður og bætt út í pottinn ásamt, timjani, tómatmauki og sósu. Hrært lauslega saman.
    Sett aftur í ofninn og bakað í ½ klst í viðbót.
    Soðið smakkað til og kryddað meira ef þarf. Má bæta aðeins rauðvínsediki saman við ef vill.

    Meðlæti
    Stappa úr sætum kartöflum.
    Kartöflurnar afhýddar og soðnar í léttsöltuðu vatni. Stappaðar og út í þær bætt smávegis af smjöri. Bragðbætt með salti og hrásykri ef þarf.