Lambalæri m/grænmeti

1.4/5 hattar (5 atkvæði)

Ingredients

 • lambalæri ca. 2,5 kg
 • 1 msk Maldon salt
 • nýmalaður svartur pipar eftir smekk
 • 1-2 msk sítrónusafi
 • Grænmeti
 • 700 g kartöflur
 • 300 g sætar kartöflur
 • 250 g gulrætur
 • 2 laukar
 • 4 stilkar sellerí
 • 2-3 hvítlauksgeirar ef vill
 • 1 msk þurrkað rósmarín
 • salt
 • olía
 • 2 1/2 dl kjötsoð

Directions

 1. Kjötið er saltað og piprað eftir smekk.

 2. Grænmetið er skorið frekar gróft og allt í lagi að hýðið af lauknum fylgi með. Ef hvítlaukur er notaður er hann hann skorin í flísar og settar með grænmetinu eða stungið í kjötið.
  Sett í steikingarpott eða djúpa ofnskúffu ásamt olíunni og velt upp úr henni.
  Kryddað með salti og rósmarín.
  Lærið lagt ofan á.

 3. Steikt við 180° hita í 1 1/2  - 2 klst. fer eftir þykkt lærisins.
  Þegar steikingartíminn er hálfnaður eða svo, er kjötsoðinu hellt í pottinn.
  Hitinn hækkaður í 200° síðustu 10 mínúturnar eða svo.