Lambakjötspottréttur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1 kg lambakjöt, beinlaust
 • 400 g kartöflur
 • 100 g gulrætur
 • 1 blaðlaukur
 • 100 g steinseljurót
 • 1-2 hvítlauksrif
 • 1/4 hvítkálshaus
 • 1-2 lárviðarlauf
 • koríanderduft
 • kúmín
 • salt
 • pipar
 • smjör
 • 2-3 dl vatn
 • steinselja, fersk

Directions

 1. Kjötið er skorið í teninga og forsoðið örfáar mínútur í vatni. Vatninu hellt af og kjötið skolað úr köldu vatni.
  Grænmetið skorið frekar gróft. Smjör er sett í botninn á frekar stórum potti og neðst eru settir kjötbitar, svo krydd, nema steinseljan, því næst grænmeti, nema hvítkálið. Þetta er gert í nokkrum lögum og endað á að leggja hvítkálsblöð ofan á. Vatninu hellt yfir.
  Suða látin koma upp og lækkað þannig að allt sjóði við vægan hita í ca 1 1/2 klst.
  Ferskri steinselju stráð yfir og borið á borð í pottinum.
  Gott að bera fram gróft brauð með.