Lamba piparsteik matreiðslumeistarans

1.7/5 hattar (3 atkvæði)
Lamba piparsteik matreiðslumeistarans

Ingredients

  • 600 gr lambavöðvi - fillé eða lundir, lambalærisvöðvi
  • 1 - 2 tsk svartur pipar grófmalaður
  • 1/2 gulur laukur smátt skorin
  • 1 hvítlauksrif (maukað)
  • 1/2 dl þurrt rauðvín
  • 1 -2 msk Koníak eða Brandy
  • 1 tsk Dijon sinnep
  • 2 dl Rjómi
  • 1 - 2 tsk fljótandi lambakraftur

Directions

  1. Kjötið er snyrt til og skorið í mátulegar steikur. 75 - 150 gr. Piparnum stráð yfir aðra hlið kjötsins og nuddað létt á það.

  2. Panna er látin hitna vel með smjörinu á. Þegar smjörið er byrjað að brúnast örlítið er kjötið sett á pönnuna og það brúnað á báðum hliðum, smá salti stráð yfir aðra hlið kjötsins. Passa að brenni ekki.

  3. Þá er lauknum og hvítlauknum bætt á pönnuna og látið krauma í smá stund þar til hann fer að brúnast smávegis.

  4. Þá er koníakinu hellt yfir, (má kveikja í „flambera”) síðan er rauðvíninu hellt yfir og látið sjóða í nokkrar sekúdnur Kjötið tekið af pönnunni og sett á disk.

  5. Síðan er rjómanum bætt á pönnuna og einnig dijon-sinnepinu, hrært í og látið sjóða í þar til sósan fer að þykkna.

  6. Sósan er smökkuð til með fljótandi krafti og ef til vill smá salti og pipar. Síðan má setja kjötið aftur út í sósuna svo það haldist heitt.

     

    Með þessum rétti er gott að bera fram smjörsteikta sveppi og ristað/snöggsteikt grænmeti eða ofnbakað.  Gott að hafa pönnusteiktar kartöflur (Röstí)eða bakaða kartöflu (fondante eða hasselback).

     

    Þessi uppskrift hentar líka jafnvel með nautavöðva en þá er að sjálfsögðu notaður nautakraftur. 

     

     

     

    Þessi uppskrift er úr smiðju Kristjáns Rafns Heiðarssonar matreiðslumeistara og kennara.