Kútmagar

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • kútmagar (reikna með 2-3 á mann)
  • þorsklifur
  • rúgmjöl
  • sallt
  • smávegis hvítur pipar ef vill
  • vatn

Directions

  1. Gert er ráð fyrir að fá hreinsaða og tilbúna kútmaga.
    Lifrin er lögð smástund í kalt vatn og himnan hreinsuð af.

    Aðferð 1:
    Kútmagarnir skolaðir vel úr köldu vatni.
    Salti stráð yfir lifrina, látið bíða um stund og hún skorin í bita og kútmagarnir hálffylltir.
    Lokað fyrir (bundið) með seglgarni. Suðan látin koma upp á vatninu, saltað og kútamagarnir látnir þar í. Suðan látin koma upp aftur og kútmagarnir pikkaðir með grófri nál á meðan.
    Soðnir undir loki í ca 45-50 mínútur.

    Aðferð 2:
    Eins farið með lifrina, en hún hökkuð eða stöppuð og rúgmjöli, salti og pipar (ef vill) bætt saman við. Hrært þangað til úr verður þykkur grautur. Sett í kútmagana, þeir fylltir tæplega að hálfu.
    Lokað vel fyrir opið og þeir soðnir á sama máta í saltvatni, nema mun lengur eða ca 1 ½ - 2 klst.
    Bornir fram heitir með soðnum kartöflum, rúgbrauði og smjöri.
    Ath. Kútmaga má sjóða án fyllinga og borða soðna eða súrsaða.