Kransakaka

2.7/5 hattar (26 atkvæði)

Ingredients

  • 1000 g marsipan (möndludeig)
  • 400 g flórsykur
  • 2 eggjahvítur (ca 60 gr)
  • flórsykur til að vinna deigið með
  • Sykurbráð (glassúr)
  • 250 g flórsykur
  • 1 eggjahvíta (30 g)
  • 1 tsk ferskur sítrónusafi
  • Karamellubráð til að setja saman hringina og festa skrauti utan á kökuna.
  • 100 g strásykur
  • 2-3 tsk hveiti
  • eða dökkt súkkulaði brætt í vatnsbaði
  • eða sykurbráð úr 1 eggjahvítu og 220 g af flórsykri
  • Konfekt, ávextir eða annað til skreytinga eftir smekk.

Directions

  1. Marsipanið rifið eða skorið niður í bita og hnoðað (í hræri- eða matvinnsluvél) með flórsykrinum þangað til það blandast vel saman. Þá er eggjahvítunum bætt saman við í tvennu lagi.
    Hnoðað þangað til massinn verður þéttur og áferðarfallegur.
    Gott að láta deigið standa í kæli í 3-4 klst.
    Stráið flórsykri á borð og skiptið deiginu í nokkra hluta og úr þeim unnar lengjur þannig:
    Lengjurnar eru hafðar ca 1,5 – 2 cm þykkar og lengdin mæld þannig að minnsti hringur er gerður úr 8 cm síðan er bætt við hverja lengju 3 cm og áfram þannig þangað til æskilegum fjölda er náð.
    Þetta deig dugar í ca 16-18 hringi.

    Nú er tvennt í stöðunni, annað hvort að raða hringjunum á bökunarplötu klædda bökunarpappír eða setja hringina í kransakökuform. En þá fer stærð þeirra að sjálfsögðu eftir stærð formanna.

    Bakað við 225° hita í 8-10 mín. eða þangað til hringirnir hafa tekið gullinbrúnan lit.
    Varast skal að baka þá of lengi. Síðan eru þeir lagðir saman hvort heldur er með karamellubráð eða bræddu súkkulaði eða sykurbráð.

    Karamellubráð
    Hveitið er blandað saman við sykurinn og brætt á pönnu við vægan hita.
    Nota skal eins lítið og mögulegt er af sykri á milli hringja.

    Sykurbráð (glassúr)
    Flórsykur, eggjahvíta og sítrónusafi er hrært vel saman þangað til myndast þykk og jöfn sykurbráð.
    Sett í plastpoka sem gert er lítið gat á eitt hornið eða búið til kramahús úr t.d. bökunarpappir.
    Hringirnir skreyttir með zik-zak munstri áður en þeir eru lagðir saman.

    Nokkur góð ráð:

    Smyrjið bökunarform með smávegis af smjörlíki og eins er gott að setja ögn af raspi á botninn.
    Notið reglustiku til að mæla lengdina og beittan hníf til að skera deigið sundur.
    Bleytið fingur í köldu vatni og sléttið yfir samskeytin.
    Ef hringirnir eu bakaðir án forma er hægt að raða minni innan í stærri á plötunni til að spara pláss.
    Ráðlegt er að setja aukabökunarplötu undir þá sem hringirnir eru bakaðir á til að varast að botninn verði of dökkur.
    Best er að setja kökuna saman deginum eftir að hún er bökuð ef hún er bökuð stuttu áður en á að nota hana.
    Hringirnir festir saman með karamellu-, sykurbráð eða bræddu súkkulaði.
    Festið neðsta hringinn við diskinn/fatið sem kakan verður borin fram á með því að smyrja ögn af sykurbráð eða bráðnu súkkulaði neðan á hann.
    Þegar búið er að skreyta hringana með zik-zak munstri þarf að láta sykurbráðina þorna alveg.
    Snúið kökunni nokkrum sinnum á meðan hringjum er bætt er ofan á, til að koma í veg fyrir að hún halli.
    Konfekt eða annað sem sett er utan á kökuna er fest með karamellubráð eða bráðnu súkkulaði.
    Kransakökur geymast vel og því tilvalið að baka þær með góðum fyrirvara, jafnvel frysta og skreyta svo deginum áður.

    Stærð og þyngd á 1,5 cm breiðum lengjum:

    8 cm = 13 gr
    13 cm = 21 gr
    16 cm = 29 gr
    19 cm = 37 gr
    21 cm = 45gr
    24cm = 53 gr
    27 cm = 61 gr
    30 cm = 69 gr
    o.s.frv.