Kókóstoppar

5.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • 2 dl strásykur
  • 2 egg
  • 6-7 dl kókosmjöl
  • 100 g núggat eða súkkulaði ef vill.

Directions

  1. Egg og sykur þeytt vel þangað til það verður ljós og létt froða.

  2. Þá er kókosmjölinu bætt varlega út í nokkrum skömmtum eða þangað til blandan verður mátulega þykk til að forma úr henni toppa á bökunarplötu með bökunarpappír á.

  3. Bakað við 190° hita þar til topparnir verða ljósbrúnir og gegnum bakaðir, en varast skal að baka þá of lengi, því þeir eiga að vera mjúkir að innan. 

  4. Mjög gott er að bræða (í vatnsbaði) annað hvort núggat eða dökkt hjúpsúkkulaði og bera neðan á kökurnar eða dýfa toppnum á þeim í.