Kjöt-gratín

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 500 gr kjötafgangar smátt skornir
  • 4-5 soðnar/steiktar kartölfur (afgangar)
  • 1-2 laukar, saxaðir
  • 3 msk smjör
  • 2 msk mjöl, hveiti eða annað
  • 7 dl soð eða t.d. sósuafgangur
  • 1 msk edik
  • salt og pipar, eða annað krydd
  • steinselja, smátt söxuð
  • rifinn ostur
  • brauðrasp t.d. af þurru brauði eða hörkkbrauði

Directions

  1. Setjið ofninn á 160°C

    Brúnið laukinn í smjörinu og bætið mjölinu úti. Hrærið í bollu. Blandið soðinu saman við í smáum skömmtum. Kryddið og látið malla í nokkrar mínútur.

    Raðið kartöflunum í sneiðum í ofnfast form og kjötið þar ofan á.

    Hellið sósunni yfir og stráið rifnum osti, brauðmyslu (ef hún er til) og steinselju yfir.

    Bakið í 20 mín eða þar til farið að taka lit.

    Berið fram t.d. með fersku salati