Kjötsúpa fyrir 40 - 50 manns

1.0/5 rating 1 vote
 • Complexity: medium
 • Origin: Súpur

Ingredients

 • 15 kg lambakjöt
 • 10 - 12 kg stórar gulrófur
 • 2 kg gulrætur
 • 1,5 hvítkálshaus
 • 1 pk súpujurtir
 • 1/2 kg hrísgrjón
 • 1 - 2 bollar haframjöl
 • 1 laukur
 • salt, smá pipar, (allrahanda, smá hvítlaukssalt)

Directions

 1. Kjötið er soðið í u.þ.b klukkustund. Saltað í pottinn.  Gulrætur og rófur skornar niður og soðnar í 20 mín. Kálið er er skorið í strimla og snöggsoðið. Grjónin soðin í vatni og síðan bætt í kjötsoði og grænmetissoði, laukurinn soðinn heill í súpunni.  Súpujurtum er bætt í og súpan krydduð eftir smekk. Að lokum er haframjölinu bætt út í og soðið í smá stund. Soði og kryddi bætt útí, eftir smekk. 

 2. Þessi uppskrift er úr "Hrunaréttir" útgefið af Kvenfélagi Hrunamannahrepps. 

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is