Hrísgrjónin eru soðin þangað til þau er rétt mátuleg undir tönn.
Það sem fer í sósuna er hrært saman í skál.
Soðin hrísgrjónin eru sett í smurt eldfast fat, þjappað aðeins og þessu næst er fiskinum, sem skorin hefur verið í bita, raðað yfir og Maldon-saltinu stráð ofan á. Sneiddum sveppum dreift yfir.
Og sósunni þessu næst hellt yfir og jafnað út.
Bakað í ofni við 200° hita í ca 30 mín. og þá er rifnum ostinum dreift yfir og bakað í 10 mín. í viðbót eða þangað til osturinn hefur fengið á sig gulbrúnan lit.
Gera má réttinn enn sparilegri með því að setja rækjur á móti fiskinum.