Kanilterta

1.5/5 hattar (6 atkvæði)

Ingredients

  • 3 egg
  • 2 dl strásykur
  • 2 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 msk kanill
  • 1/2 tsk vanillusykur
  • 1 dl vatn
  • 100 g smjölíki
  • Fylling
  • 3 dl rjómi
  • 50 g suðusúkkulaði, smátt saxað
  • 50 g valhnetukjarnar, smátt saxaðir

Directions

  1. Egg og sykur þeytt vel saman. Þurrefnum blandað saman.
    Vatn og smjörlíki soðið saman í potti og bætt út í eggjahræruna. Hrært varlega saman og deigið sett í lausbotna smelluform.
    Bakað við 175° hita í 40 mínútur.
    Kakan skorin í tvennt og sett saman með eftirfarandi fyllingu.

  2. Fylling
    Rjóminn stífþeyttur og hnetum og súkkulaði blandað saman við.
    Botnarnir settir saman með 2/3 af fyllingunni en 1/3 fer ofan á miðju tertunnar og nokkrir heilir hnetukjarnar til skreytingar.