Smjölíkið er mulið í hveitið, óþarfi að nota hrærivél við verkið. Gerið er leyst upp í volgri mjókinni ásamt sykrinum. Látið freyða.
Eggjum og þurrefnum blandað saman við og öllu hrært saman með sleif. Ath deigið er fremur lint.
Sett með matskeið á pappírsklædda bökunarplötu. Klútur breiddur yfir.
Látnar hefast í ca 30 mínútur.
Má pensla bollurnar með mjólk eða samanslegnu eggi ef vill.
Bakaðar við 225° hita í 10-12 mínútur.
Skornar í tvennt og borðaðar með smjöri, berjahlaupi eða osti.