Hrökkbrauð

2.5/5 hattar (2 atkvæði)

Ingredients

 • 1 dl graskersfræ
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl haframjöl
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1 dl hörfræ
 • 3 1/2 dl rúgmjöl
 • 2 dl kalt vatn
 • 1 1/4 dl ólífuolía eða önnur góð olía
 • 1 tsk lyftiduft
 • 2 1/2 tsk Maldon salt

Directions

 1. Allt sett í hrærivélaskál og hnoðað eða hrært þangað til blandan verður jöfn og þétt.
  Skipt til helminga og hvor þeirra flattur út þunnt með kökukefli og bökunarpappír hafður undir og ofan á. Síðan lagt á bökunarplötu. Þar er deigið skorið í ferninga (t.d. með pizzuhníf). Stærðin fer eftir smekk.
  Bakað við 200° hita í ca 15-20 mínútur eða þangað til þau eru stökk.
  Kæld á ofnrist.

  Ekkert mælir á móti því að prófa sig áfram með að nota saxaðar hnetur eða aðrar frætegundir ef hlutföllum er haldið réttum. eins er kúmen tilvalið sem krydd í þetta hrökkbrauð.