Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í bita ef þær eru af stærri gerðinni. Soðnar í vatni í ca 15 mínútur eða þangað til þær eru meyrar.
Laukur og gulrætur hreinsað og skorið í sneiðar og mýkt í smjöri á pönnu þangað til það mjúkt.
Gæta þess að hafa mátulegan hita svo að grænmetið brúnist ekki eða brenni.
Vatninu hellt af kartöflunum og takið frá ca 2 dl af því.
Kartöflurnar stappaðar og kartöfluvatninu bætt í og hrært þangað til þykktin er mátuleg.
Þá er lauk og gulrótum bætt saman við og saltað og piprað að smekk.
Ráð
Má setja fínt skorin graslauk yfir eða rifna piparrót.