Gerdeigsbollur

1.7/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

 • ½ l vatn eða mjólk
 • 1 pk þurrger
 • 3 msk strásykur
 • ½ tsk salt
 • 100 g smjörlíki eða 0,9 dl matarolía (ekki olífuolía)
 • 1 egg
 • ca 15 dl hveiti
 • 1 tsk kardimommuduft

Directions

 1. Velgið vökvan og í hann fer sykur, salt og þurrger. Hrært lauslega í og látið standa þangað til gerið fer að freyða.
  Hveiti, kryddi, feiti og egg sett í hrærivélaskál með hnoðara. Vökvinn settur saman við í 2 til 3 atrennum og hnoðað á meðan þangað til deigið verður samfellt en varast að hnoða of lengi.

 2. Deigið sett í skál og breitt yfir. Látið hefast í 40 mín. Þá er deigið slegið niður og hnoðað aðeins og síðan eru mótaðar bollur, annað hvort með því að fletja deigið út í ca 1,5 cm þykkt og bollur skornar undan glasi. Þá verða þær allar svipað stórar um sig. En það er ekkert að því að móta þær í höndum, þá eru gerðar kúlur og þær flattar aðeins út þegar þær eru settar á bökunarplötu.

 3. Bollurnar nú látnar hefast 20-30 mín. Bakaðar við 200° í 15-20 mín. eða þangað til þær hafa tekið fallegan gulbrúnan lit.
  Þegar bollurnar eru kaldar eru þær skornar í tvennt og nú er hugmyndaflugið látið ráða þegar að fyllingunni kemur.
  Má frysta. 

  Uppskriftin dugar í um það bil 20 - 25 bollur.